Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan samning við ríkið lýkur kl. 9 í dag - Tökum þátt!

Sameiginleg rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna aðildarfélaga SGS sem starfa samkvæmt kjarasamningi við ríkið lýkur kl. 9 í dag, miðvikudaginn 21. júní 2023. Til að geta kosið þarf að hafa rafræn skilríki eða íslykil. 

KJÓSA HÉR

Eins og fram hefur komið hér á síðunni var skrifað undir nýjan kjarasamning við ríkið sl. fimmtudag. Hér er upplýsingasíða um nýja samninginn þar sem má finna helstu atriði hans, nýja launatöflu og upplýsingar um atkvæðagreiðsluna sem er rafræn.

Ef þú starfar hjá ríkisstofnun og fékst ekki boð á kynningarfundi um samninginn sem félagið bauð uppá mánudaginn 19. júní þá getur þú sent okkur netfangið þitt á asgrimur@ein.is til að fá kynninguna senda. Best er þó að fara inn á Mínar síður félagsins og athuga hvort þú sért með rétt netfang skráð. Forsenda þess að fá boð á kynningarnar og send til þín gögn er að félagið sé með netfangið þitt skráð.

Til að kanna þínar upplýsingar á Mínum síðum félagsins þá smellir þú á örina niður sem er efst á Mínum síðum, hægra megin við nafnið þitt. Þá birtist flipi og þar smellir þú á UPPLÝSINGAR. Þar sérðu og getur breytt upplýsingum um þig.