Undanfarin misseri hafa komið upp á yfirborðið nokkur mál á íslenskum vinnumarkaði sem sýna að vinnumansal þrífst í íslensku samfélagi.
Hver er ábyrgð samfélagsins og hvernig getum við komið í veg fyrir vinnumansal? Hvernig gengur okkur að vernda þolendur vinnumansals?
Ráðstefnan verður í Hörpu í Reykjavík þann 26. september nk. Húsið opnar kl. 9.30 og dagskrá lýkur kl. 16:00.
Ekkert kostar inn á ráðstefnuna en mikilvægt er að skrá sig til leiks hér
Dagskráin er fjölbreytt og samanstendur af erindum, pallborðsumræðum og málstofum.
Fulltrúar úr verkalýðshreyfingunni, atvinnulífinu, fræðasamfélaginu og frá opinberum stofnunum taka þátt með kynningum og umræðum.
Boðið verður upp á túlkun milli ensku og íslensku. Hægt er að óska eftir táknmálstúlkun við skráningu.
Dagskrá
9.30-10.00 Skráning og kaffi bíður á borðum
10.00-10.15 Opnun og ávörp
10.15-11.15 Addressing Labour Exploitation in the Nordic Countries: What Are the Differences and Why is Finland Ahead of the Rest?
Natalia Ollus, forstöðukona HEUNI, evrópskrar rannsóknarstofnunar sem starfar undir finnska dómsmálráðuneytinu
11.15-11.45 Hvernig komum við í veg fyrir vinnumansal? Pallborð
11.45-12.10 Samfélagsleg ábyrgð í samhengi við misneytingu launafólks
Henry Alexander Henrysson, heimspekingur
12.10-13.00 Hádegisverður
13.00-14.00 Málstofur I
1. Er vinnumansal fylgisfiskur fólksflutninga? Innflytjendur og inngilding
2. Ábyrgð fyrirtækja í virðiskeðjunni
3. Eftirlit á vinnumarkaði – framkvæmd og reynsla í nútíð og framtíð
14.00-14.15 Kaffihlé
14:15-15:15 Málstofur II
4. Vernd og þjónusta við þolendur vinnumansals
5. Rannsókn og saksókn vinnumansalsmála
6. Hver má vinna á Íslandi? Kostir og gallar við núverandi löggjöf um atvinnuleyfi
15.15-16.00 Samantekt og sameiginleg yfirlýsing ASÍ og SA