Ráðgjafi í starfsendurhæfingu á Akureyri

VIRK í samvinnu við Einingu-Iðju leitar að ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar.

Um er að ræða samvinnuverkefni stéttarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu
  • Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum
  • Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK
  • Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu og vinnustaði
  • Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur

Þekkingar- og hæfnikröfur

  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, sálfræði, iðju- þroska eða sjúkraþjálfunar.
  • Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
  • Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Skipulagshæfni og kostnaðarvitund
  • Góð þekking á vinnumarkaði
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2023

Sótt er um starfið á www.mognum.is.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is.

 

Ráðgjafar VIRK starfa hjá Einingu-Iðju samkvæmt samningi við VIRK.

Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu.

VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar.

Nánari upplýsingar um Einingu-Iðju er að finna á ein.is og um VIRK á virk.is.