Prís - veistu hvað þetta kostar?

Prís er smáforrit (app) á vegum verðlagseftirlits ASÍ. Með appinu, sem kom út í desember í fyrra, geta notendur á augabragði skoðað mismunandi verðlagningu vara á milli verslana.
Neytendur geta hlaðið appinu niður í App Store og Play Store og tekið þátt í að veita fyrirtækjum aðhald!

Með appinu er hægt að skanna strikamerki á vörum og fá í kjölfarið uppgefið hvað varan kostar í fjölda verslana.

Verðsjá verðlagseftirlitsins
Í mars gaf Verðlagseftirlit ASÍ út mælaborð þar sem skoða má verðsamanburð milli verslana, bæði í heild, eftir vöruflokkum og niður í stakar vörur. Gögnin uppfærast daglega með nýjustu verðum sem verðlagseftirlitið hefur aflað. Með mælaborðinu hafa neytendur nú greiðan aðgang að vöruverði í ólíkum verslunum. Eru þetta sömu gögn og áður hafa aðeins verið aðgengileg í gegnum smáforrit verðlagseftirlitsins, Prís. 

Sjá nánar hér

Verðlagseftirlit ASÍ
Markmið verðlagseftirlitsins er annars vegar að auka upplýsingastreymi til neytenda og efla þannig neytendavitund og hins vegar að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald. Megináhersla í störfum verðlagseftirlitsins hefur verið lögð á að skoða matvörumarkaðinn en einnig hefur sjónum verið beint að ýmsu öðru sem viðkemur pyngju neytenda.