Félagið vill benda á að á skrifstofunni á Akureyri er töluvert af óskilamunum sem komið hafa úr íbúðum félagsins á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.
Félagsmenn sem kannast við að hafa gleymt einhverju, endilega komið við sem fyrst og athugið hvort þið eigið eitthvað af þessum óskilamunum. Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna á Akureyri í síma 460 3609 til að kanna málið.
Þessi óskilamunir eru geymdir í ákveðinn tíma áður en farið er með þá í Rauða krossinn.