Við viljum flest taka gott sumarfrí og njótum þess að skipuleggja fríið og láta okkur dreyma. Það er ómetanlegt að hafa eitthvað að hlakka til, að upplifa nýja hluti, slaka á og njóta okkar á eigin hraða án mikilla skuldbindinga.
Frí hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar og vellíðan, en svo er spurning hve lengi áhrifin vara eftir að heim er komið.
Hvernig tökum við gott frí þannig að við komum úthvíld og vel upplögð til starfa á nýjan leik?