Orðakista ASÍ fyrir snjalltæki

Smáforrit ASÍ, Orðakistan er orðasafn sem býður þýðingar á orðum tengdum íslenskum vinnumarkaði. Appið er einfalt í notkun. Þegar slegið er inn leitarorð á íslensku sýnir forritið allar myndir þess sem finnast í gagnasanfninu og þýðingar á ensku. 

Markmiðið er að auðvelda trúnaðarmönnum starf sitt og samskipti við ólíka hópa. Forritið nýtist bæði íslenskum trúnaðarmönnum við að aðstoða starfsfólk af erlendum uppruna sem og öllum félagsmönnum sem ekki eru með íslensku að móðurmáli. Orðakistan nýtist öllum atvinnugreinum þar sem erlent starfsfólk þarf aðstoð við að skilja sértækan orðaforða kjarasamninga og vinnumarkaðar.

Smáforritið er aðgengilegt fyrir öll snjalltæki, bæði Android og iOS.