Opinn fundur á Grenivík næsta mánudag

Fundurinn á Grenivík verður á veitingastaðnum Kontórinn og hefst kl. 17:00
Fundurinn á Grenivík verður á veitingastaðnum Kontórinn og hefst kl. 17:00

Ný tímasetning er komin á fund félagsins sem átti að vera á Grenivík í gær, 5. febrúar, en þurfti að fresta vegna veðurs. 

Fundurinn verður mánudaginn 10. febrúar kl. 17:00 á veitingastaðnum Kontórnum.

Á fundinum fer m.a. fram kosning á svæðisfulltrúa félagsins og varamanni svæðisins. Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins fyrir hönd síns svæðis og eru varamenn sjálfkjörnir í trúnaðarráð félagsins.

Félagar, fjölmennum!

    • Fundur í svæðisráði Grýtubakkahrepps
      • Mánudagur 10. febrúar 2025 (Var færður frá 5/2 vegna veðurs)
      • Grenivík: Á veitingastaðnum Kontórnum kl. 17:00 

Dagskrá

  1. Kosning á svæðisfulltrúa og varamanni.
  2. Kynning á Gallup könnun félagsins.
  3. Önnur mál.