Ný tímasetning er komin á fund félagsins sem átti að vera á Grenivík 5. febrúar sl. en þurfti að fresta vegna veðurs.
Fundurinn verður í dag mánudaginn 10. febrúar kl. 17:00 á veitingastaðnum Kontórnum.
Fundurinn verður túlkaður yfir á pólsku.
Á fundinum fer m.a. fram kosning á svæðisfulltrúa félagsins og varamanni svæðisins. Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins fyrir hönd síns svæðis og eru varamenn sjálfkjörnir í trúnaðarráð félagsins.
Félagar, fjölmennum!
Dagskrá