Nýr VIRK ráðgjafi

F.v.: Kristín og Halla Sif.
F.v.: Kristín og Halla Sif.

Fjórir VIRK ráðgjafar hafa verið starfandi í Eyjafirði undanfarin ár. Í gær var síðast dagur Kristínar Guðmundsdóttur sem VIRK ráðgjafa en í hennar stað var ráðin Halla Sif Guðmundsdóttir. Halla tók til starfa í síðustu viku.

VIRK ráðgjafarnir fjórir, Halla, Helga Þyri, Katla og Nicole starfa fyrir öll stéttarfélögin á svæðinu og hafa aðsetur á skrifstofu Einingar-Iðju á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Hægt er að ná í ráðgjafana í síma 535 5700. 

Starfsmenn félagsins þakka Kristínu fyrir samstarfið undanfarin ár og bjóða Höllu Sif velkomna á svæðið.

VIRK
Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekanda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar.

Nánar má fræðast um VIRK hér