Í gær fór fram aðalfundur svæðisráðs Grýtubakkahrepps og er þá búið að halda slíka fundi í öllum svæðisráðum félagsins, sem eru þrjú.
Á fundinum fór fram kosning svæðisfulltrúa og varamanns hans til tveggja ára og jafnframt farið farið yfir niðurstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið.
Róbert Þorsteinsson mun áfram sitja sem svæðisfulltrúi Grýtubakkahrepps til næstu tveggja ára en hann var einn í kjöri. Fyrrum varasvæðisfulltrúi, Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir, bauð sig ekki fram á ný og var Helga Margrét Freysdóttir kjörin sem varasvæðisfulltrúi til næstu tveggja ára.
Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins fyrir hönd síns svæðis og eru varamenn sjálfkjörnir í trúnaðarráð félagsins.