Nýr starfsmaður hóf störf í vikunni

Eining-Iðja býður Ástu velkomna til starfa hjá félaginu. Ásta tekur við starfi verkefnastjóra vinnus…
Eining-Iðja býður Ástu velkomna til starfa hjá félaginu. Ásta tekur við starfi verkefnastjóra vinnustaðaeftirlits af Ríkarði Svavari Axelssyni sem lét nýverið af störfum og er honum þakkað fyrir góð störf.

Ásta Guðný Kristjánsdóttir hóf störf hjá félaginu sl. mánudag sem verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits fyrir Eyjafjarðarsvæðið og Norðurland vestra og sem ráðgjafi á kjarasviði.  

Hún er með aðsetur á skrifstofu félagsins á Akureyri og er með netfangið asta@ein.is

Eining-Iðja býður Ástu velkomna til starfa hjá félaginu. Ásta tekur við starfi verkefnastjóra vinnustaðaeftirlits af Ríkarði Svavari Axelssyni sem lét nýverið af störfum og er honum þakkað fyrir góð störf.

Nánar um starf verkefnastjóra vinnustaðaeftirlits
Nokkur stéttarfélög sem eru starfandi í Eyjafirði og á Norðurlandi vestra gerðu með sér samkomulag árið 2016 um stóraukið vinnustaðaeftirlit með því að ráða einn sameiginlegan starfsmann fyrir svæðið. Eins og áður segir tók Ásta við starfinu af Ríkarð og mun starfa fyrir 11 stéttarfélög, hún verður með aðsetur á skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri en skipuleggur og fer í vettvangsferðir á vinnustaði á samningssvæðinu sem er Eyjafjörður, Skagafjörður og Húnavatnssýslur.

Markmið vinnustaðaskírteina og eftirlits á vinnustöðum er að tryggja að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Samráðsnefnd ASÍ og SA hefur veitt sérstökum eftirlitsfulltrúum heimild til að annast eftirlit og hafa þeir rétt skv. l. nr. 42/2010 til aðgangs að vinnustöðum og heimild til að krefja atvinnurekanda og launamenn hans um að sýna vinnustaðaskírteini. Skulu þeir skrá niður upplýsingar og senda áfram til opinberra aðila s.s. RSK og Vinnumálastofnunar.