Nýr samningur við Heilsuvernd samþykktur

Nýlega var skrifað undir nýjan heildstæðan kjarasamning til fjögurra ára við Heilsuverndar Hjúkrunarheimili á Akureyri.

Rafræn kosning um samninginn við stóð yfir dagana 9. til 17. janúar. Hann var samþykktur með rúmlega 80% atkvæða og telst því gildur. 

Fyrr í vikunni kom Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar og læknir, á skrifstofu félagsins á Akureyri og þá var þessi mynd tekin þar sem hann og Anna formaður félagsins innsigluðu samninginn með handabandi.