Nýr kjarasamningur við sveitarfélögin samþykktur

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 17 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og og Sambands íslenskra sveitafélaga sem undirritaður var 3. júlí síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 5. til 15. júlí. Á kjörskrá voru 3.972 manns og var kjörsókn 17,45%. Já sögðu 84,27%, nei sögðu 10,39% og 5,34% tóku ekki afstöðu.

Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim aðildarfélögum SGS sem eiga aðild að honum.

Þessi kjarasamningur er með sambærilegum hætti og kjarasamningurinn á hinum almenna vinnumarkaði og gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Launahækkanir eru eftirfarandi:

  • 1.4 2024 – 3,25% eða 23.750 kr.
  • 1.4 2025 – 3,25% eða 23.750 kr.
  • 1.4 2026 – 3,25% eða 23.750 kr.
  • 1.4 2027 – 3,25% eða 23.750 kr.

Þessu til viðbótar hækkar svokallaður Félagsmannasjóður um 0,7% frá 1. apríl 2024 og fer því úr 1,5% í 2,2%. 

Einnig munu viðbótarlaun koma á starfsheiti í grunnskóla hjá skólaliðum og starfsmönnum í skóla með stuðning en þessi fjárhæð verður 8.500 kr. á mánuði.

Hægt að skoða kynningu á helstu atriðum samningsins hér en samninginn í heild má finna hér