Í dag, mánudaginn 19. júní, verða tveir rafrænir kynningafundir haldnir fyrir okkar félaga sem starfa hjá ríkinu. Fyrri fundurinn verður kl. 14:00 og sá seinni kl. 18:00. Alveg sama er á hvorn fundinn mætt er á. Félagið er ekki með netfang hjá öllum félagsmönnum sem starfa hjá ríkinu. Ef þú starfar hjá ríkisstofnun og hefur ekki fengið boð á kynningarfund þá getur þú sent okkur netfangið þitt á asgrimur@ein.is Best er þó að fara inn á Mínar síður félagsins og athuga hvort þú sért með rétt netfang skráð. Forsenda þess að fá boð á kynningarnar er að félagið sé með netfangið þitt skráð til að geta sent þér slóð á fundina.
Eins og fram hefur komið hér á síðunni var skrifað undir nýjan kjarasamning við ríkið sl. fimmtudag. Rafræn atkvæðagreiðsla hófst strax kl. 15:00 sl. föstudag og mun ljúka kl. 9:00 miðvikudaginn 21. júní nk. Hér er upplýsingasíða um nýja samninginn þar sem má finna helstu atriði hans, nýja launatöflu og upplýsingar um atkvæðagreiðsluna sem er rafræn.
Til að kanna þínar upplýsingar á Mínum síðum félagsins þá smellir þú á örina niður sem er efst á Mínum síðum, hægra megin við nafnið þitt. Þá birtist flipi og þar smellir þú á UPPLÝSINGAR. Þar sérðu og getur breytt upplýsingum um þig.