Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ

Mynd af vef Verðlagseftirlits ASÍ
Mynd af vef Verðlagseftirlits ASÍ

Lægsta fiskverðið er í Litlu Fiskbúðinni í Hafnarfirði samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var klukkan 11 miðvikudaginn 16. ágúst. Könnun verðlagseftirlitsins var framkvæmd í tuttugu og einni fiskverslun um allt land. Munur á hæsta og lægsta verði var aldrei minni en 25% og iðulega yfir 50%. Fiskbúð Fúsa í Skipholti og Fiskbúð Suðurlands neituðu að taka þátt.

Af 29 vörum sem teknar voru til skoðunar var Litla Fiskbúðin með lægsta verðið í 16 tilfellum, en Skagafiskur á Akranesi með hæsta í átta. Að jafnaði var verð á vörum í Litlu Fiskbúðinni 5% yfir lægsta fáanlega verði, en í Fiskbúðinni Vegamót var verð að jafnaði 57% hærra en lægsta fáanlega verð.

Hve samanburðarhæft er kílóverð á fiski? Í þessari könnun var einungis horft til verðlagningar og ekki tekin afstaða til gæða. Ekki var í þessari könnun greint á milli veiðiaðferða á fiski, eða á aðferð og innihaldi marineringar.

Sjá nánar hér