Bónus var oftast með lægsta verðið og Iceland oftast með hæsta verðið í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru sem framkvæmd var mánudaginn 17. október sl. Bónus var með lægsta verðið í 86 tilfellum og Krónan í 20 tilfellum. Iceland var með hæsta verðið í 51 tilfelli og Heimkaup með hæsta verðið í 45 tilfellum. Ef horft er til meðalverðs var Bónus að jafnaði með lægsta verðið á vörum í könnuninni sem var að meðaltali 2,7% frá lægsta verði. Heimkaup var með hæsta meðalverðið sem var að meðaltali 34% frá lægsta verði.