Ný heimasíða orlofsbyggðarinnar Illugastaða var formlega tekinn í notkun á 38. þingi Alþýðusambands Norðurlands sem nýlega fór fram á Illugastöðum.
Á nýju heimasíðunni má finna margar gagnlegar upplýsingar, m.a. um hvaða stéttarfélög það eru sem standa að orlofsbyggðinni, ýmis praktísk atriði þegar dvalið er á svæðinu, opnunartíma sundlaugarinnar yfir sumartímann, sögu staðarins.
Þá er vert að benda á salinn sem er í þjónustumiðstöðinni sem tekur rúmlega 100 manns í sæti og hægt er að leigja undir veislur, fundi eða ýmisskonar viðburði.
Heimasíðan er enn í þróun og ef þú lesandi góður kíkir þar inn og sérð eitthvað sem þér finnst vanta eða eitthvað sem þyrfti að laga þá máttu endilega senda tölvupóst og láta byggðina vita.
Eining-Iðja óskar orlofsbyggðinni til hamingju með nýju heimasíðuna!