Í dag kl. 12:00 lauk atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna Norðurorku hf. sem undirritaður var 4. júlí sl.
Á kjörskrá voru 15 manns og tóku 11 þátt, því var kjörsóknin 73,33%. Allir sem kusu sögðu Já, eða 100%.
Kjarasamningurinn, sem gildir frá og með 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028, byggir á Stöðugleikasamningum sem undirritaður var milli SA og sambanda og félaga ASÍ í mars 2024. Meginmarkmið Stöðugleikasamningsins er að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta, sem er mikið hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Jafnframt er markmið samningsins að auka kaupmátt launafólks, skapa fyrirsjáanleika í efnahagslífinu, draga úr verðbólguvæntingum og styrkja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.
Launahækkanir eru eftirfarandi:
Laun og launatöflur taka hlutfallshækkun, með krónutöluhækkun að lágmarki. Með mánaðarlaunum er átt við föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu.