Eins og áður hefur komið fram þá ákvað stjórn Einingar-Iðju að endurgreiða félagsmönnum sem keyptu gjafabréf Niceair í gegnum orlofsvef Einingar-Iðju og ekki var búið að nota vegna rekstrarstöðvunar Niceair. Nú þurfa þessir félagsmenn að senda inn gögn til félagsins. Skila þarf inn umbeðnum gögnum til félagsins fyrir kl. 16:00 föstudaginn 30. júní nk. Frá lokum umsóknarfrests áskilur félagið sér 30 daga afgreiðslufrest.
Gögn sem þurfa að fylgja með umsókn
Umsækjandi um endurgreiðslu þarf að skila inn staðfestingu frá tryggingarfélagi um að það bæti ekki tjónið. Því ráðleggjum við umsækjendum að kanna bótarétt sinn hjá sínu tryggingafélagi sem fyrst. Einungis verða endurgreidd þau gjafabréf sem ekki var hægt að nota og sem ekki hafa fengist bætt í gegnum tryggingar umsækjanda.
Við erum í samskiptum við skiptastjóra til að sannreyna nýtingu á gjafabréfum. Í þeim tilvikum þar sem gjafabréf var keypt en ekki var búið að kaupa með því flugmiða þá þarf félagið að sannreyna að gjafabréfið hafi ekki verið notað áður en við getum endurgreitt.
Til að sækja um endurgreiðslu vinsamlegast fyllið út umsóknareyðublað hér. (ATH! Eyðublaðið er ekki lengur virkt, þar sem sækja þurfti um fyrir kl. 16. föstudaginn 30. júní 2023)