Nauðsynlegt fyrir nýbúa að læra íslensku

Bethsaida Rún Arnarson / mynd samherji.is
Bethsaida Rún Arnarson / mynd samherji.is

Á vef Samherja má finna eftirfarandi viðtal við Bethsaida Rún Arnarson, trúnaðarmann félagsins hjá Samherja og stjórnarmann hjá Einingu-Iðju, og fékk félagið góðfúslegt leyfi til að birta það.

Bethsaida Rún Arnarson fluttist til Akureyrar frá Filippseyjum fyrir nærri þremur áratugum. Hún vissi lítið um fiskvinnslu en ákvað að sækja um vinnu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og hefur starfað þar öll árin sín á Íslandi, fyrir utan tvö. Bethsaida segir allan aðbúnað starfsfólks ÚA vera til fyrirmyndar og tekið miklum framförum á þessum nærri þremur áratugum.

Réði sig annað en sneri til baka

„Frænka mín vann hjá ÚA og það var hún sem benti mér á að sækja um starf hérna og ég var sem sagt ráðin. Líklega eru um tuttugu Filippseyingar sem starfa hérna og við erum meira að segja þrjár systur í þeim hópi, auk þess sem tveir synir mínir vinna líka hérna. Það segir okkur að ÚA telst örugglega vera góður vinnustaður, fyrst svona margir úr fjölskyldunni hafa ráðið sig hingað. Á ákveðnum tímapunkti vildi ég skipta um starfsvettvang og réði mig annað en eftir tvö ár var ég komin til baka, sem segir okkur líka að hérna er gott að vera,“ segir Bethsaida.

Sjá nánar á vef Samherja