Næstu trúnaðarmannanámskeið

Nú í byrjun árs er vert að benda trúnaðarmönnum félagsins á næstu námskeið og breytingar varðandi námskeiðshald hjá Félagsmálaskólanum. 

  • Fjögur námskeið verða kennd í staðnámi.
  • Ákveðið var að bjóða upp á mun fleiri námskeið í fjarnámi en áður, bæði fyrir og eftir hádegi. Sama námskeiðið er keyrt nokkrum sinnum, milli kl. 9 og 12 eða milli kl. 13 og 16.
  • Nokkur styttri fjarnámskeið eru líka í boði sem eru einungis 1 klst. að lengd.
  • Einnig er boðið upp á fjölda námskeiða í vefnámi, þau eru s.s. opin í einhvern x tíma.

Eining-Iðja hvetur trúnaðarmenn félagsins til að vera dugleg að fara á þessi námskeið til að styrkja ykkar þekkingu og færni! 

Minnum líka á að endurmenntun er alltaf góð og því bendum við á að það getur verið gott að rifja upp ef það er langt síðan sumir fóru á þessi námskeið og sitja þau aftur. 

Þegar þið trúnaðarmenn skráið ykkur á námskeið þá þarf að setja inn kennitölu félagsins sem greiðanda. ATH! Nauðsynlegt er einnig að senda tölvupóst á asgrimur@ein.is og láta vita þegar þið skráið ykkur upp á okkar bókhald að gera.  

Hér fyrir neðan má sjá hvað í boði er núna en það getur alveg  átt eftir að bætast við þennan lista. 

  • Staðnám (Námskeiðin fara fram í sal Einingar-Iðju, Skipagötu 14 á Akureyri, þegar um staðnám er að ræða)
    • Lestur launaseðla og launaútreikningar - 20. febrúar 2025 milli kl. 9 og 14
    • Samskipti á vinnustað - 20. mars 2025 milli kl. 9 og 14
    • Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - 10. apríl 2025 milli kl. 9 og 14
    • Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir - 9. maí milli kl. 9 og 14 
  • Fjarnám - í gegnum Zoom (Nemendur fá sendan hlekk inn á Zoom degi áður en námskeið hefst)
    • Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - 14. janúar 2025 milli kl. 9 og 12
    • Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn - 21. janúar 2025 milli kl. 9 og 12
    • Trúnaðarmannastarfið í hnotskurn - 23. janúar 2025 milli kl. 9 og 10
    • Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - 28. janúar 2025 milli kl. 13 og 16
    • Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn - 4. febrúar 2025 milli kl. 13 og 16
    • Samskipti á vinnustað - 11. febrúar 2025 milli kl. 9 og 12
    • Lestur launaseðla og launaútreikningar - 18. febrúar 2025 milli kl. 9 og 12
    • Samskipti á vinnustað - 25. febrúar 2025 milli kl. 13 og 16
    • Lestur launaseðla og launaútreikningar - 4. mars 2025 milli kl. 13 og 16
    • Samningatækni - 18. mars 2025 milli kl. 9 og 12
    • Vinnuréttur - 25. mars 2025 milli kl. 9 og 12
    • Sjálfsefling - 8. apríl 2025 milli kl. 9 og 12
    • Að koma máli sínu á framfæri - 15. apríl 2025 milli kl. 9 og 12
    • Almannatryggingar og lífeyrissjóðir - 22. apríl 2025 milli kl. 13 og 16
    • Sjálfsefling - 29. apríl 2025 milli kl. 13 og 16
    • Túlkun talna og hagfræði - 6. maí 2025 milli kl. 13 og 16
    • Vinnueftirlit/vinnuvernd  - 13. maí 2025 milli kl. 9 og 12 
  • Vefnám
    • Vinnustaðafundir - Námskeiðið er opið 15. janúar -14. febrúar 2025.
    • Veikinda-og slysaréttur - Námskeiðið er opið 15. janúar - 14. febrúar 2025.
    • Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - Námskeiðið er opið 1. til 28. febrúar 2025.
    • Lestur launaseðla og launaútreikningar - Námskeiðið er opið 1. til 31. mars 2025.
    • Uppsagnir og uppsagnarfrestur - Námskeiðið er opið 1. til 31. mars 2025.
    • Vinnustaðafundir - Námskeiðið er opið 15. mars til 14. apríl 2025.
    • Veikinda-og slysaréttur - Námskeiðið er opið 1. til 30 apríl 2025.
    • Uppsagnir og uppsagnarfrestur - Námskeiðið er opið 1. til 31. maí 2025. 

Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.