Næsta dyravarðanámskeið

Vert er að benda á að í mars verður í SÍMEY dyravarðanámskeið. SÍMEY hefur umsjón með námskeiðinu, en það er haldið í samvinnu við Einingu-Iðju og lögregluna á Norðurlandi Eystra. Námskeiðið fer fram á tímabilinu 6. til 15. mars 2023, þrjú kvöld í hvorri viku. 

Lágmarksaldur:  20 ár

Skilyrði til þátttöku: Enginn getur gengt dyravörslu nema þeir sem lögreglustjóri samþykkir. Nemendur þurfa að hafa hreint sakavottorð.

Umsókn um þátttöku: Fylla þarf út umsókn til lögreglunnar á NE um þátttöku í námskeiðinu  og skila til SÍMEY, Þórsstíg 4.
Nauðsynlegt er að skila passamynd með umsókn. 

Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið

Athugið að námskeiðið er opið öllum og hvetjur SÍMEY alla til að kanna rétt sinn á endurgreiðslu þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélagi.

Félagsmenn Einingar-Iðju geta átt rétt á allt að 80% endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá starfsmenntasjóðum
Hægt er að hafa samband við Eining-Iðju og kanna sinn rétt.