Myndir frá 1. maí á Akureyri og í Fjallabyggð

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á Akureyri og í Fjallabyggð í gær þegar 1. maí var haldinn hátíðlegur.

Myndir

Það var dagskrá í tilefni dagsins á Akureyri og í Fjallabyggð.

Á Akureyri var farið í kröfugöngu í fyrsta sinn síðan 2019. Gengið var frá Alþýðuhúsinu í HOF við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Í HOFi fór fram hátíðardagskrá. Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands, flutti  ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, flutti hátíðarræðu dagsins. Vilhjálmur Bragason stýrði skemmtidagskránni þar sem söngur og gleði var í aðalhlutverki með góðum gestum úr Hárinu ásamt Ívari Helgasyni. Að lokinni dagskrá var boðið upp á glæsilegar kaffiveitingar.                            

Í Fjallabyggð fór fram dagskrá í sal félaganna. Þar flutti Margrét Jónsdóttir ávarp frá 1. maí nefnd stéttarfélaganna  og var boðið upp á glæsilegar kaffiveitingar.