Mörg þúsund króna munur á nýjum og notuðum bókum

Penninn var oftast með hæsta og lægsta verðið á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskólanema í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var þriðjudaginn 16. ágúst. A4 var oftast með lægsta verðið á notuðum námsbókum. Könnunin fór fram í 6 verslunum þar sem verð á 89 algengum námsbókum var skoðað.
Mun hagstæðara er að kaupa notaðar námsbækur en nýjar. Oft var mörg þúsund króna munur á hæsta verði á nýjum námsbókum og lægsta verði á notuðum námsbókum.

Sjá nánar hér