Verðlagseftirlit ASÍ kannaði nýlega verð á mjólkurvörum og hækkaði það í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins. Verð hækkaði oftast í Bónus, eða á 90% af vörunum sem þar voru skoðaðar. Mest hækkuðu verð í Iceland, um rúmlega 4%. Verðið stóð í stað í Extra og Heimkaupum en lækkaði í Fjarðarkaupum. Þar munar mestu um 15-20% afslætti sem gefnir voru á vissum vörum á könnunardegi, sem var 12. janúar. Fyrri athugunin var framkvæmd 3. og 4. janúar sl.