Miskabætur vegna uppsagna á almennum vinnumarkaði

Á vinnuréttarvef ASÍ er nú að finna umfjöllun um skaðabætur vegna ólögmætra uppsagna með sérstaka áherslu á rétt til miskabóta ef illa er staðið að uppsögn. Almennt hafa atvinnurekendur og launafólk á almennum vinnumarkaði heimild til þess að segja ráðningarsamningum upp. Sé réttilega að uppsögn staðið, uppsagnarfrestir virtir, uppsagnarfresturunninn eða hann greiddur sé ekki óskað vinnuframlags á uppsagnarfresti, lýkur almennt ráðningarsambandi aðila án frekari eftirmála. Ef hins vegar rangt er staðið að uppsögn geturlaunamaður öðlast rétt til skaðabóta, bæði vegna fjártjóns en einnig vegna miska eða ófjárhagslegs tjóns.