Eining-Iðja vill vera í góðu sambandi við félagsmenn og því biðjum við ykkur um að skrá símanúmer og netfang inn á Mínar síður félagsins.
Varðandi greiðslu umsókna úr sjúkrasjóði og fræðslusjóði og greiðslu úr Félagsmannasjóði er jafnframt nauðsynlegt að setja bankaupplýsingar inn á Mínar síður Einingar-Iðju.
Auðvelt er að skrá eða breyta ykkar upplýsingum á persónublaðinu ykkar á Mínum síðum (sjá svæði nr. 3 á myndinni hér fyrir neðan)
Númer 3. Hér er hægt að breyta hluta persónuupplýsinga, svo sem að setja inn eða breyta upplýsingum um símanúmer, netfang og bankareikning. Einnig er hægt að skrá annað póstfang ef félagsmaður hefur aðsetur annars staðar en á lögheimili.
Eru þínar upplýsingar rétt skráðar?
Kannaðu málið á Mínum síðum Einingar-Iðju