Á persónublaðinu sem félagsmenn eiga á Mínum síðum félagsins má finna hnapp til að senda inn fyrirspurn eða stofna mál.
Hægt er að senda inn almenna fyrirspurn til félagsins með því að setja inn titil, slá inn texta og senda.
Ef þú hefur verið með eða ert með orlofshúsabókun eða hefur sótt um styrk/i þá getur þú valið viðkomandi áður en fyrirspurnin er send inn.
Ef þú þarft að stofna mál hjá stéttarfélaginu vegna vinnuslyss, gjaldþrots, veikinda, brota á stéttarfélagssamningi af hálfu vinnuveitanda eða annarra alvarlegra atvika, þá þarftu að ýta á smelltu hér takkann sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Þá birtist síðan sem sjá má hér fyrir neðan þar sem hægt er að velja tegund máls, setja inn athugasemd og senda með viðhengi ef þarf.