Mínar síður - Skráðu þína starfsstöð!

Við viljum benda okkar félagsfólki á að það getur skipt miklu máli fyrir verkalýðsfélög að vita á hvaða starfsstöðvum það er að vinna. Bæði eru fyrirtæki og sveitarfélög,  orðin stærri en áður var og mörg fyrirtæki hafa margar starfsstöðvar. 

Réttur til að hafa trúnaðarmann á vinnustað er mikilvægur réttur launafólks og sá réttur byggir á fjölda starfsmanna á vinnustaðnum eða starfsstöðinni. Þegar félagið fær skilagrein frá stóru sveitarfélagi eru tugir eða hundruðir nafna á skilagreininni en engar frekari upplýsingar.

Því er það við t.d. afgreiðslu kjarasamninga, kosninga um verkföll og aðrar afgreiðslur félagsins sem leggja þarf í mikla vinnu við að vinna kjörskrá og alltaf hætta á að einhverjir verði utan kjörskrár, sem eiga að vera þar.  Þegar kemur að trúnaðarmannakosningum er ljóst að félagsmenn Einingar-Iðju um allt félagssvæðið eiga rétt á fleiri trúnaðarmönnum en við höfum í dag.  Ein leið til að tryggja að sem flestar starfsstöðvar geti kosið sér trúnaðarmann er að skrá sig á starfsstöðina.

Félagið mun fylgjast með hvaða starfsstöðvar hafa fleiri en 5 félagsmenn og gangast fyrir trúnaðarmannakosningum á þeim. 

Á Mínum síðum félagsins er auðvelt að skrá starfsstöð og einnig að tilkynna um breytingu á starfsmannaflokk og jafnvel skrá starfsheiti.

Einnig er nauðsynlegt að uppfæra ef þarf upplýsingar um síma, netfang og bankaupplýsingar. Ef netfangið er rétt getur verið að það þurfi að staðfesta það. 

Hér má finna ýmsar leiðbeiningar fyrir Nýjar Mínar síður félagsins, m.a. hvernig á að skrá starfsstöð