Á Mínum síðum Einingar-Iðju er sótt rafrænt um styrki úr sjúkrasjóði félagsins. Þegar smellt er á Sækja um styrk í sjúkrasjóðsrammanum á persónublaðinu, birtist síða sem er eins og myndin sem fylgir fréttinni.
Fyrst þarf að velja styrktegund, festa við nauðsynleg viðhengi og setja inn umbeðnar upplýsingar. Þá má uppfæra persónuupplýsingar ef þarf og svo senda inn umsóknina.
Ferlið við að sækja um
- Það fyrsta sem þarf að velja er tegund styrks úr felliglugga. Þá birtast upplýsingarnar á skýringarmyndinni. Þar kemur fram, hver er hámarksfjárhæð þessarar styrktegundar, hvaða gögnum þarf að skila og hvaða skilyrði gilda um þennan tiltekna styrk. Þessar upplýsingar eru mismunandi eftir því hvaða styrkur þetta er.
- Næst er að hlaða upp þeim gögnum sem þurfa að liggja fyrir til að hægt sé að afgreiða umsókn, til dæmis greiðslukvittun.
- Skrá þarf upplýsingar um útgefanda kvittunar.
- Upplýsingar um umsækjanda þurfa að liggja fyrir, svo sem; nafn, kennitala, farsími, netfang og bankaupplýsingar. Öðruvísi er ekki hægt að ljúka afgreiðslu. Liggi þessar upplýsingar fyrir í kerfinu, birtast þær sjálfkrafa hér.
- Hér birtast upplýsingar um réttindi umsækjanda í sjóðnum til að fá þann styrk sem verið er að sækja um.
- Hafi atvinnurekandi ekki skilað inn réttum iðgjöldum, er hægt að leiðrétta það með því að hlaða upp launaseðli og slá inn iðgjaldafjárhæð. Mistök eða trassaskapur atvinnurekanda á ekki að bitna á félagsmanni.
Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs einu sinni í mánuði. Umsóknir og gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist í síðasta lagi 24. hvers mánaðar (breytilegt í desember og febrúar) til að fá borgað út um næstu mánaðamót.
Hér má finna ýmsar leiðbeiningar fyrir Nýjar Mínar síður félagsins, m.a. hvernig á að sækja um styrki úr sjúkrasjóði