Mínar síður - Sækja um sjúkradagpeninga

Á Mínum síðum félagsins sæka félagsmenn rafrænt um sjúkradagpeninga. Þar er einnig sótt rafrænt um alla styrki í sjúkrasjóði og menntasjóðum félagsins.

Þegar smellt er á Sækja um sjúkradagpeninga í sjúkrasjóðsrammanum á persónublaðinu, birtist síða sem er eins og myndin sem er neðar í fréttinni. Fyrst þarf að velja styrktegund, festa við nauðsynleg viðhengi og setja inn umbeðnar upplýsingar. Þá má uppfæra persónuupplýsingar ef þarf og svo senda inn umsóknina.

Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs einu sinni í mánuði. Umsóknir og gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist í síðasta lagi 24. hvers mánaðar (breytilegt í desember og febrúar) til að fá borgað út um næstu mánaðamót.

Hér má finna ýmsar leiðbeiningar fyrir Mínar síður félagsins, m.a. hvernig á að sækja um sjúkradagpeninga