Sú nýbreytni varð með nýja félaga- og orlofskerfinu að nú geta félagsmenn sótt rafrænt um sjúkradagpeninga. Eins og áður er hægt að sækja rafrænt um aðra styrki í sjúkrasjóði og menntasjóði félagsins.
Þegar smellt er á Sækja um sjúkradagpeninga í sjúkrasjóðsrammanum á persónublaðinu, birtist síða sem er eins og myndin sem fylgir fréttinni. Fyrst þarf að velja styrktegund, festa við nauðsynleg viðhengi og setja inn umbeðnar upplýsingar. Þá má uppfæra persónuupplýsingar ef þarf og svo senda inn umsóknina.
Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs einu sinni í mánuði. Umsóknir og gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist í síðasta lagi 24. hvers mánaðar (breytilegt í desember og febrúar) til að fá borgað út um næstu mánaðamót.