Peningastefnunefnd Seðlabanka tilkynnti á dögunum að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,75 prósentur. Stýrivextir eru nú 5,5% en voru 0,75% þegar þeir voru hvað lægstir um mitt ár 2021. Vextir eru jafnframt hærri en í upphafi heimsfaraldurs, en stýrivextir voru 4,5% áður en Lífskjarasamningar voru undirritaðir og voru 3% í janúar 2020 áður en heimsfaraldur braust út. Áhrif þessa á greiðslubyrði heimilanna eru meðal umfjöllunarefnis nýjasta Mánaðaryfirlits Stefnumótunar og greiningar ASÍ (september 2022).
Greiðslubyrði hækkað um allt að 102 þúsund
Áhrif hækkunar stýrivaxta er veruleg á fjárhag heimila en með ákvörðuninni er Seðlabankinn að reyna að draga úr verðbólgu, m.a. með því að hafa áhrif á ráðstöfunartekjur heimila. Áhrifin eru mest á heimili með óverðtryggð útlán þá fyrst og fremst á breytilegum vöxtum. Nýlegir fyrstu kaupendur eru einnig í viðkvæmri stöðu sökum þess að hafa þurft að koma inn á markað á háu húsnæðisverði.