Málþing um innflytendur og íslensku á vegum Akureyrarakademíunnar verður í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi á morgun, laugardag 29. október, milli kl. 14:00 og 17:00. Markmið málþingsins er að hefja samtalið um það sem verið er að gera hér í bænum til að auka færni innflytjenda í íslensku og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Öll eru velkomin og aðgangur er ókeypis.
Tveir starfsmenn frá félaginu munu þar taka þátt. Björn formaður félagsins er einn af frummælendum við erindið Hvað er verið að gera í fræðslukerfinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins hér á Akureyri til að auka færni innflytjenda í íslensku? Magdalena Þórarinsdóttir, afgreiðslufulltrúi félagsins á Akureyri og samfélagstúlkur, mun taka þátt í pallborðsumræðum um hver er reynsla innflytenda.
Málþingsstjóri er Valgerður H. Bjarnadóttir, félagi í AkureyrarAkademíunni og sjálfstætt starfandi fræðikona.
Dagskrá
14:00 – Setning. Sigurgeir Guðjónsson, formaður stjórnar AkureyrarAkademíunnar.
14:10 – Inngangserindi. Samfélag fjölbreytileikans á Íslandi – áskoranir og tækifæri. Dr. Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor í Háskólanum á Akureyri.
14:30 – Hvað er verið að gera í fræðslukerfinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins hér á Akureyri til að auka færni innflytjenda í íslensku?
Frummælendur:
15:20 – Hver er reynsla innflytjenda? Pallborðsumræður I.
Þátttakendur:
16:00 – Kaffihlé.
16:30 – Viðbrögð við því sem áður er komið fram, mat á stöðunni á Akureyri og horft fram á veginn.
Pallborðsumræður II.
Þátttakendur:
Pallborðsumræðum stýra Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, og Finnur Friðriksson, málfræðingur og dósent Háskólanum á Akureyri.
17:00 – Málþingsslit.
Málþingið verður tekið upp og upptakan gerð aðgengileg á miðlum AkureyrarAkademíunnar.
Málþingið er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar. Markmiðið með viðburðunum er að auka framboð á fjölbreyttu og aðgengilegu efni um sögu og menningarlíf á Akureyri og að virkja almenning til þátttöku. Menningarsjóður Akureyrar styrkir viðburðina.
Öll eru velkomin og aðgangur er ókeypis.