Lokað á Dalvík og í Fjallabyggð 19. og 20. september

Dagana 19. og 20. september nk. verður lokað á skrifstofum félagsins á Dalvík og í Fjallabyggð en þá daga mun Starfsgreinasambandið standa fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins. Fimm starfsmenn félagsins munu fara á þessa fræðsludaga þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá.

Þetta verður í áttunda sinn sem SGS stendur fyrir viðburði sem þessum. Að þessu sinni fara fræðsludagarnir fram í Stykkishólmi.