Lítil samkeppni milli raftækjarisa

Á vef ASÍ kemur fram að lítillar samkeppni gætir milli Elko og Heimilistækja-samstæðunnar, sem innifelur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Í samanburðinum voru 61% af verðum þau sömu, upp á krónu. 

Samanburðurinn var framkvæmdur þann 3. júní 2024. Bornar voru saman vörur sem eru merktar með sama strikamerki í vefverslun Elko annars vegar og vefverslun Heimilistækja, Tölvulistans, Raflands og Byggt og búið hins vegar. Verð samreknu verslananna þriggja voru í öllum tilfellum þau sömu og voru skoðuð sameiginlega. 

Sjá nánar hér