Hægt er að nota rafræn skilríki eða auðkennisapp frá Auðkenni til að skrá sig inn á nýjar Mínar síður Einingar-Iðju sem teknar voru í notkun þann 1. nóvember sl.
Mínar síður eru nú í raun persónublað sem inniheldur margvíslegar upplýsingar um réttindi félagsfólks. Hægt er að sækja um orlofshús, sjúkrastyrki og sjúkradagpeninga. Jafnframt er hægt að fylgjast með réttindaávinnslu og skilum atvinnurekenda á iðgjöldum. Félagsfólk sem vinnur eftir sveitarfélagasamningi getur fylgst með inneign í Félagsmannasjóði, sem er til útgreiðslu 1. febrúar ár hvert.
Hér má finna leiðbeiningar fyrir helstu aðgerðir inni á nýjum Mínum síðum félagsins.