Leiðbeiningar fyrir Mínar síður félagsins

Nú á hver félagsmaður sitt eigið persónublað á Mínum síðum sem veitir góða yfirsýn yfir stöðu viðkom…
Nú á hver félagsmaður sitt eigið persónublað á Mínum síðum sem veitir góða yfirsýn yfir stöðu viðkomandi.

Mínar síður félagsins eru í raun persónublað sem inniheldur margvíslegar upplýsingar um réttindi félagsfólks. Þar inni er sótt um orlofshús, fræðslustyrki, sjúkrastyrki og sjúkradagpeninga. Þá er hægt að skrá starfsstöð, senda inn fyrispurn til félagsins eða stofna mál. Jafnframt er hægt að fylgjast með réttindaávinnslu og skilum atvinnurekenda á iðgjöldum.

Félagsfólk sem vinnur eftir sveitarfélagasamningi getur einnig fylgst með inneign í Félagsmannasjóði, sem er til útgreiðslu 1. febrúar ár hvert.

Starfsfólk félagsins hvetur félagsfólk til að fara inn á Mínar síður,  skoða þær og uppfæra ef þarf upplýsingar um viðkomandi, eins og síma, netfang og bankaupplýsingar. Ef netfangið er rétt getur verið að það þurfi að staðfesta það. Þá hvetur félagið til þess að skrá starfsstöð ef viðkomandi starfar hjá ríkinu, sveitarfélagi eðahjá  fyritæki með margar starfsstöðvar. Á mínum síðum félagsins er auðvelt að skrá starfsstöð og einnig að tilkynna um breytingu á starfsmannaflokk og jafnvel skrá starfsheiti.

Hægt er að nota rafræn skilríki eða auðkennisapp frá Auðkenni til að skrá sig inn á Mínar síður Einingar-Iðju.

Hér má finna leiðbeiningar fyrir helstu aðgerðir inni á Mínum síðum félagsins.