Laust vegna forfalla í dagsferðina í Kerlingarfjöll

Myndin er tekin í dagsferð félagsins í fyrra þar sem farið var um Bárðardal inn í Laugafell og niður…
Myndin er tekin í dagsferð félagsins í fyrra þar sem farið var um Bárðardal inn í Laugafell og niður í Skagafjörð.

Vegna forfalla eru nokkur sæti laus í dagsferðina í Kerlingarfjöll sem verður laugardaginn 24. ágúst nk. Áhugasamir geta haft samband við skrifstofur félagsins til að skrá sig.

  • Farið verður í dagsferð í Kerlingarfjöll laugardaginn 24. ágúst 2024. Tekið skal fram að þetta er löng dagleið, ekki innan við 13 tíma ferð, og vegir ekki góðir hluta leiðarinnar. Farið verður eins og leið liggur í Blöndudal og þaðan suður Kjöl í Kerlingarfjöll með viðkomu á ýmsum stöðum, m.a. Hveravöllum.
  • Hafa þarf með sér nesti fyrir allan daginn.
  • Farið verður með rútu frá Akureyri kl. 8:00.
  • Leiðsögumaður verður með í för.
  • Ferðin kostar kr. 10.000 á mann. Greiða þarf fyrir ferðina í síðasta lagi föstudaginn 16. ágúst á skrifstofum félagsins. Hægt er að hringja í síma 460 3600 til að fá upplýsingar með að millifæra.
  • Innifalið er akstur, leiðsögn og áningargjöld.