Lærðu að bera kennsl á vísbendingar um mansal

Eining-Iðja vekur athygli á upplýsingabæklingi sem ætlað er að hjálpa fólki að bera kennsl á mansal sem dómsmálaráðuneytið gaf út fyrr á árinu á þremur tungumálum.

Í bæklingnum er farið yfir vísbendingar um mansal sem geta birst í hegðun, viðmóti og ásýnd en ekki síður í vinnu- eða lífskjörum viðkomandi. Efnið gagnast ekki síst þeim sem starfa í þeim atvinnugreinum þar sem líkurnar eru miklar að beri á mansali. Leiðbeiningunum er ætlað að aðstoða þá sem gætu þurft að bera kennsl á hugsanlega þolendur mansals, en nýtist einnig öllum almenning sem vill hafa augun hjá sér í þessum efnum. Í leiðbeiningunum eru jafnframt upplýsingar fyrir þolendur og aðra um úrræði og bjargráð við mansali.

 

          

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu dómsmálaráðuneytisins.