Félagið bauð upp á fimm kynningarfundi í vikunni þar sem kynntur var nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins. Fundirnir voru haldnir í Fjallabyggð, í Hrísey, á Dalvík, á Grenivík og á Akureyri. Góðar umræður urðu á þessum fundum og voru fundarmenn heilt yfir mjög ánægðir með nýja samninginn.
Átt þú eftir að kjósa?
Nú stendur yfir rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn, á Mínum síðum félagsins. Fram kom á einum fundinum, hjá félagsmanni sem var búinn að greiða atkvæði, að þetta væri nú ekki flókið. "Allt ferlið tók mig 22 sekúndur þannig að tímaleysi er ekki afsökun fyrir að taka ekki þátt!" Eining-Iðja hvetur alla félagsmenn sem starfa á almenna markaðinum að greiða atkvæði um samninginn og segja sína skoðun á honum.
Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 12 á hádegi mánudaginn 19. desember nk.
Ef þú starfar á almenna markaðinum en finnur ekkert um atkvæðagreiðsluna á þínum Mínum síðum hafðu þá samband við Arnór Sigmarsson, formann kjörnefndar, í síma 460 3600 eða arnor@ein.is