Nýlega var skrifað undir nýjan kjarasamning við TDK Foil Iceland ehf. vegna félagsmanna Einingar-Iðju sem vinna í vaktavinnu hjá fyrirtækinu.
Í dag verða tveir kynningarfundir á nýja samningnum í sal Einingar-Iðju. Sá fyrri hefst kl. 14:00 og sá seinni kl. 17:00. Það er alveg sama á hvorn fundinn þessir félagsmenn mæta á.
Rafræn kosning hefst inn á Mínum síðum Einingar-Iðju kl. 15:00 í dag.