Kynningarfundir um nýjan samning við TDK Foil Iceland ehf.

Mynd fengin af vef TDK Foil
Mynd fengin af vef TDK Foil

Nýlega var skrifað undir nýjan kjarasamning við TDK Foil Iceland ehf. vegna félagsmanna Einingar-Iðju sem vinna í vaktavinnu hjá fyrirtækinu.

Í dag verða tveir kynningarfundir á nýja samningnum í sal Einingar-Iðju. Sá fyrri hefst kl. 14:00 og sá seinni kl. 17:00. Það er alveg sama á hvorn fundinn þessir félagsmenn mæta á.

Rafræn kosning hefst inn á Mínum síðum Einingar-Iðju kl. 15:00 í dag.