Nýlega var skrifað undir nýjan kjarasamning við Heilsuvernd Hjúkrunarheimili vegna félagsmanna Einingar-Iðju sem þar starfa.
Í dag, fimmtudaginn 9. janúar, verða tveir kynningarfundir um nýja samninginn og verða þeir haldnir í salnum í Hlíð. Fyrri fundurinn hefst kl. 13:00 og sá seinni kl. 16:00. Það er alveg sama á hvorn fundinn mætt er.
Rafræn kosning hefst inn á Mínum síðum Einingar-Iðju kl. 16:00 í dag.
Eining-Iðja hvetur félagsmenn sem starfa hjá Heilsuvernd að mæta og fá kynningu á nýja samningnum. Jafrframt að hvetja vinnufélagana til að mæta og fara inn á Mínar síður félagsins (mitt.ein.is) og uppæra netfang og síma ef þarf. Það er nauðsynlegt að upplýsingar séu réttar til að fá sendan hlekk til að kjósa.