Vekjum athygli á Kynjaþingi sem haldið verður á morgun í Reykjavík en bendum jafnframt á að það verður í beinu streymi. Meðal dagskrárliða er málstofa sem fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar munu taka þátt í þar sem fjallað verður um mótun kerfis um fæðinga- og foreldraorlof.
Dagskrá Kynjaþings Kvenréttindafélags Íslands verður í Veröld húsi Vigdísar laugardaginn 13. maí 2023 frá klukkan 13 til 17.
Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.
Dagskrá og beint streymi Kynjaþings má finna hér