Vert er að minna á að félagið samdi við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) um að gera könnun vegna undirbúnings næstu kjarasamninga. Bréf á íslensku, ensku og pólsku fóru í póst um miðjan febrúar á alla félagsmenn sem greiddu félagsgjöld í október og nóvember 2021 þar sem viðkomandi er beðinn um að taka þátt í smá könnun. RHA mun skila af sér niðurstöðum til félagsins í byrjun mars. Síðasti dagur til að svara þessari stuttu könnun er á morgun, föstudaginn 4. mars.
Ef þú kannast ekki við að hafa fengið bréf eða ert í vandræðum með að skrá þig inn þá er best að hafa samband við Önnu Soffíu hjá RHA í gegnum netfangið annasoffia@unak.is
Þú hefur örugglega áhuga á launum þínum og réttindum ekki satt. Mikið þætti okkur vænt um að þú hjálpaðir okkur að undirbúa kröfugerð félagsins til þess að bæta þinn hag og annarra félagsmanna. Þitt framlag er ómetanlegt. Því leitum við nú til okkar félagsmanna og óskum eftir að þeir komi sínum skoðunum á framfæri með því að taka þátt í þessari könnun, sem tekur einungis um þrjár mínútur að svara. Það sem þarf að gera er að fara inn á slóð sem finna má í bréfinu eða nota QR kóða sem einnig fylgir með. Í bréfinu má finna lykilorð sem félagsmenn nota til þess að skrá sig inn til að taka þátt í þessari stuttu könnun.
Er ekki bara best að drífa í því að svara, koma svo!
Samninganefnd Einingar-Iðju.