Kjörgögn – Meðferð atkvæðaseðils - Skilafrestur

Í gær og fyrradag var sendur út kynningarbæklingur um nýjan kjarasamning og kjörgögn til félagsmanna sem starfa eftir samningi við Samtök atvinnulífsins, þ.e. þeirra sem starfa á almenna markaðinum. Atkvæði verða að hafa borist kjörstjórn félagsins sem staðsett er á Akureyri fyrir kl. 17:00, þann 21. janúar nk. Atkvæði sem berast eftir það verða ekki talin, póststimpill gildir ekki.

Meðferð atkvæðaseðils
Í sendingunni sem fór til félagsmanna er kynningarbæklingur, atkvæðaseðill og þrjú umslög. Eitt umslagið er merkt Atkvæðaseðill, annað er merkt Sendandi með nafni viðkomandi og kennitölu, sú merking er nauðsynleg til að hægt sé að lesa innkomin bréf saman við kjörskrá. Þriðja umslagið er merkt Eining-Iðja.

Það þarf að merkja með X í annan reitinn á atkvæðaseðlinum, brjóta hann saman og setja í umslagið merkt Atkvæðaseðill og loka því. Þetta umslag er svo sett í umslag sem merkt er Sendandi, loka því og setja í umslag merkt Eining-Iðja. Það umslag er svo sett í póst. Til að spara fyrir félagið má auðvitað koma með umslagið á skrifstofur félagsins, en hafið í huga að atkvæði verða að hafa borist kjörstjórn félagsins sem staðsett er á Akureyri fyrir kl. 17:00, þann 21. janúar nk. Atkvæði sem berast eftir það verða ekki talin, póststimpill gildir ekki.

Nú þegar hafa nokkrir atkvæðaseðlar skilað sér tilbaka og hvetjum við alla til að kjósa sem fyrst og skila inn atkvæði sínu.

Kynningarbæklinginn má finna hér á rafrænu formi