Ákveðið hefur verið að fara í ferð til Færeyja, ef næg þátttaka næst, dagana 18. til 24. september 2024.
Farið verður frá Akureyri austur á Seyðisfjörð þann 18. september, en þaðan verður siglt með Norrænu til Færeyja kl. 20:00.
Siglt verður með Norrænu í tveggja manna gluggalausum klefum. Komið verður til Þórshafnar kl. 16:00 þann 19. september. Gist verður á Hótel Brandan allar næturnar, í tveggja manna herbergjum, og er morgunmatur innifalinn.
Farið verður í skoðunarferðir um eyjarnar, en ekki verður farið til Suðureyja.
Nánar um ferðina
Miðvikudagur 18. september
Farið verður frá Akureyri austur á Seyðisfjörð, en kl. 20:00 verður lagt af stað með Norrænu til Færeyja.
Fimmtudagur 19. september
Norræna verður komin til Þórshafnar kl. 16:00. Þegar allir verða komnir í land verður ekið til Hótel Brandan.
Föstudagur 20. september
Kl. 9:00 verður lagt af stað í skoðunarferð til Saksun og Tjørnuvík, á Straumey. Kl. 13:00 verður hægt að borða hádegismat norður við Gjógv, með eitthvað færeyskt á borðum. Að því loknu verður ekið til Gøtu þar sem hægt verður að heimsækja Blásastovu, skoða gömlu kirkjuna frá 1833 og einnig nýju kirkjuna í Gøtu. Eftir heimsóknina verður ekið til Klaksvíkur. Þar verður hægt að skoða kirkjuna ef áhugi er fyrir því, annars má bara skoða bæinn. Þá verður keyrt frá Klaksvík til Runavíkur og svæðið í kringum þennan ört vaxandi stað skoðað. Að því loknu verður ekið í gegnum nýju neðansjávargöngin til Þórshafnar.
Laugardagur 21. september
Kl. 9:00 verður lagt af stað til Vágey til Bø, Gásadal. Kl. 13:00 verður hægt að borða hádegisverð í Vestmanna, þar verður einnig hægt að heimsækja færeyska wiskey-brugg. Að því loknu verður farið til Kvívík og litið á víkingauppgröft.
Sunnudagur 22. september
Kl. 9:30 verður lagt af stað til Kirkjubæjar, þar sem elsta kirkjan og Múrinn verða skoðuð. Kl. 11:00 heimsækjum við Listasafnið ef fólk hefur áhuga í því. Svo verður boðið upp á gönguferð í gömlu Þórshöfn þar sem við skoðum Norðurlandahúsið (Færeyska Norræna Húsið)
Mánudagur 23. september
Kl. 13:00. verður lagt af stað heim til Íslands með Norrænu.
Þriðjudagur 24. september
Komum til Seyðisfjarðar og ekið verður sem leið liggur til Akureyrar.
Skráning í ferðina hefst miðvikudaginn 3. janúar 2024 á skrifstofum félagsins á Akureyri, á Dalvík og í Fjallabyggð, í síma 460 3600 eða með því að senda póst á netfangið ein@ein.is