Vert er að benda á eftirfarandi frétt sem birtist á ruv.is í gær, sunnudaginn 9. febrúar þar sem fjallað er um að verkalýðshreyfingunni hafi borist ábendingar um launalækkanir hjá ræstingarfólki. Eining-Iðja hefur verið að vinna í slíkum málum alveg frá síðasta hausti.
Formaður Starfsgreinasambandsins segir að farið verði ofan í saumana á þessu því samkomulag hafi verið um að hífa upp lægstu launin við gerð kjarasamninga.
Verkalýðshreyfingin ætlar að rannsaka hvort nokkur fyrirtæki hafi lækkað laun sem um var samið í síðustu kjarasamningum. Formaður Starfsgreinasambandsins segir að ef satt reynist verði það ekki liðið. Fyrirtækin sem stendur til að skoða sjá um þrif og hreingerningar meðal annars hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum.
Málið snýst um ákvæði í kjarasamningum sem kallast tímamæld ákvæðisvinna, en samkvæmt því er gert ráð fyrir að starfsfólkið klári tiltekin þrif innan ákveðinna tímamarka, sem yfirleitt kalli á aukinn vinnuhraða. Fyrir það á að greiða 20% álag ofan á tímakaup. Fullyrt hefur verið við fréttastofu að misbrestur sé á þessu og greitt hefðbundið tímakaup.
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagðist í samtali við fréttastofuna hafa fengið ábendingar úr ýmsum áttum um þetta, verið sé að skoða málið og það sé tekið mjög alvarlega.
Við gerð síðustu kjarasamninga hafi verið lögð sérstök áhersla á að hífa upp lægstu launin, eins og hjá ræstingarfólki, umfram krónutöluhækkunina. Samingurinn sé við Samtök atvinnulífsins og fyrirtækin almennt innan þeirra og við samningaborðið hafi allir verið sammála um þessa áherslu á sérstaka kjarabót til handa ræstingarfólki.
Vilhjálmur sagði ekki koma til greina að víkja frá þessu. Hann segir að verkalýðshreyfingin ætli hefja ítarlega athugun á málinu.
Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um málið í spilaranum hér að neðan - þar fer Margrét Adamsdóttir, fréttamaður RÚV Polski, betur yfir málið en hún hefur verið í samskiptum við nokkra starfsmenn þrifa- og hreingerningarfyrirtækja sem segjast hafa orðið fyrir þessum launalækkunum. Flestir eru þeir erlendir og í meirihluta konur.
Verkalýðshreyfingin ætlar að rannsaka hvort nokkur fyrirtæki hafi lækkað laun sem um var samið í síðustu kjarasamningum. Formaður Starfsgreinasambandsins segir að ef satt reynist verði það ekki liðið. Fyrirtækin sem stendur til að skoða sjá um þrif og hreingerningar meðal annars hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum.
Málið snýst um ákvæði í kjarasamningum sem kallast tímamæld ákvæðisvinna, en samkvæmt því er gert ráð fyrir að starfsfólkið klári tiltekin þrif innan ákveðinna tímamarka, sem yfirleitt kalli á aukinn vinnuhraða. Fyrir það á að greiða 20% álag ofan á tímakaup. Fullyrt hefur verið við fréttastofu að misbrestur sé á þessu og greitt hefðbundið tímakaup.
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagðist í samtali við fréttastofuna hafa fengið ábendingar úr ýmsum áttum um þetta, verið sé að skoða málið og það sé tekið mjög alvarlega.
Við gerð síðustu kjarasamninga hafi verið lögð sérstök áhersla á að hífa upp lægstu launin, eins og hjá ræstingarfólki, umfram krónutöluhækkunina. Samingurinn sé við Samtök atvinnulífsins og fyrirtækin almennt innan þeirra og við samningaborðið hafi allir verið sammála um þessa áherslu á sérstaka kjarabót til handa ræstingarfólki.
Vilhjálmur sagði ekki koma til greina að víkja frá þessu. Hann segir að verkalýðshreyfingin ætli hefja ítarlega athugun á málinu.