Í lok nóvember fór jólablað félagsins í prentun og er það nú tilbúið og verður borið út í dag með Dagskránni á öll heimili á félagssvæðinu. Sumir munu þó fá blaðið sent til sín með póstinum.
Í blaðinu, sem er 36 síður að stærð, má m.a. finna viðtal við fyrrum formann félagsins, Bjössa Snæ. Fjallað er um Mínar síður, þrjár ferðir sem verða í boði fyrir félagsmenn á næsta ári, styrk til Velferðarsjóðs, breytingar á reglum fræðslusjóða, greiðslur úr félagsmannasjóði, grein um Iðnaðarsafnið og margt fleira.
Þá býður Múlaberg lesendum upp á gómsætar kræsingar, ný Gallup könnun félagsins kemur einnig við sögu og margt fleira má finna í blaðinu.
Blaðið var sett inn á heimasíðu félagsins 5. desember sl. og má lesa það hér.